Fiskbúð Fjallabyggðar sem áður hét Fiskbúð Siglufjarðar hefur staðið óbreytt um langt árabil þar til nú. Eigendur fiskbúðarinnar, þau Valgerður Þorsteinsdóttir og Hákon Sæmundsson eru í heilmiklum framkvæmdum og er búðin lokuð á meðan.

Hákon upplýsti að farið hefði verið í að skipta um alla skolplagnir og við það varð að brjóta upp öll gólf. Ákveðið var að nota tækifærið og setja upp betra rými fyrir viðskiptavini, setja upp nýja salernisaðstöðu og færa afgreiðsluborð.

Það stendur til að opna búðina að nýju fyrstu vikuna í júní ef allt gengur upp. Geta þá bæjarbúar og ferðamenn verslað sér fisk í soðið á ný.

Það eru heilmiklar framkvæmdir í gangi

 

Það er ekki slegið slöku við á sunnudegi, allt á fullu við framkvæmdirnar