Sigmar Bech bauð bæjarbúum í ljúffenga sjávarréttasúpu í gær sunnudaginn 12. maí. Tilefnið var að um þessar mundir er eitt ár síðan hann tók við rekstri Harbour House.

Þangað mætti hópur bæjarbúa, sem snæddi súpuna með góðri list og var létt yfir mannskapnum.

Sigmar ætlar að hafa opið alla næstu viku frá kl. 13.00 í tilefni að veðurblíðunni sem okkur hér norðan heiða er lofað alla næstu viku. Ætlar hann síðan að taka sér langþráð vikufrí fyrir sumarvertíð.

Sumaropnun verður síðan auglýst í byrjun júní og tekur þá einnig nýr kokkur til starfa í Harbour House.

Sigmar bað fyrir þakkir til bæjarbúa og sagði að hann “væri ekki hér nema fyrir viðtökur bæjarbúa”.

Harbour House