Bókasafnið verður opið 10-17 frá þriðjudegi til laugardags. Þar er fjölbreytt afþreying fyrir alla fjölskylduna. Í ágúst stendur yfir sýningin Ferð án fyrirheits eftir listamanninn Ragnar Hólm. Aðgangur ókeypis.
Fimmtudagur 10. ágúst
Frá kl. 13 geta allir tekið þátt í að skapa eitt stærsta og veglegasta gluggalistaverk Dalvíkur og auðvitað er hafríkið þemað.
Föstudagur 11.ágúst
Frá kl.13 verður andlitsmálun í boði fyrir börn og fullorðna og sömuleiðis aðstoð við að flétta sér vináttubönd til að gefa á Vináttukeðjunni kl. 18.Kl. 22:15 – MúsikBingó með Fanney Birtu! Ávallt mikil stemning. Miðinn kostar 1.500 kr. – opið á meðan húsrúm leyfir.
Laugardagur 12. ágúst
Útimarkaður við Menningarhúsið Berg 11-18. Fjölbreytt handverk og munir heimamanna til sölu.
Cafe Aroma í Bergi
Fjölbreyttar veitingar. Smurðar beyglur, kaffi, kökur, svalandi drykkir og margt fleira. Pallurinn við Berg er frábær staður til að vera á í góða veðrinu.
Opið í Fiskidagsvikunni 10-17 þriðjudag og miðvikudag, 10-22 fimmtudag, 10-18:30 og 21:30-2 eftir miðnætti föstudag (þ.e. lokað á meðan súpukvöldið varir),
11-19:30 laugardag og 12-16 sunnudag.
Upplýsingar um dagskrá á Facebooksíðum Menningarhússins, Bókasafnsins og Cafe Aroma.