FM Trölli verður með beina útsendingu frá nemendasýningu Menntaskólans á Tröllaskaga frá kl. 13:00 – 14:00 í dag, laugardaginn 18. maí. Þar verður rætt við nemendur og kennara um sýninguna og skólastarfið í vetur.

Á milli kl. 14:00 – 15:00 verður útsending á “podköstum”, eða smáþáttum, sem nemendur gerðu í samstarfi MTR og Trölla á vorönn.

Nemendasýningin stendur frá kl. 13:00 – 16:00 í dag, laugardaginn 18. maí. Á sýningu MTR gefur að líta afrakstur mikillar vinnu og sköpunar sem hefur farið fram á vorönn.

Sýningin stendur fram að útskrift, 25. maí.

Hægt er að hlusta á útsendinguna út um allan heim hér: Hlusta

Minnum sjómenn og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is