Fjallabyggð auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til menningarmála, fræðslumála, rekstrarstyrkja til safna og setra, styrkja vegna hátíða og styrkja til greiðslu fasteignaskatts félaga og félagasamtaka.

Allir einstaklingar og félagasamtök sem hafa hug á að sækja um styrki eða framlög vegna ársins 2020 er bent á að senda inn rafrænar umsóknir gegnum íbúagáttina “Mín Fjallabyggð” sem finna má á vefsíðu Fjallabyggðar.

Helstu breytingar sem gerðar hafa verið á ferli umsókna um styrki Fjallabyggðar  eru þær að umsóknum hefur verið skipt upp í fimm flokka, eins og fram kemur í fyrstu málsgrein fréttarinnar.

Framlag sveitarfélagsins til UÍF verður hækkað og úthlutun einstaka frístundastyrkja verður hætt.
Umsækjendum er bent á að styrkur til fræðslumála getur aldrei orðið hærri en 50% alls kostnaðar eða að hámarki kr. 100.000.-  og greiðist að verkefni loknu.
Styrkur til menningarmála getur aldrei orðið hærri en 50% alls kostnaðar eða að hámarki kr. 350.000 og greiðist að verkefni loknu.
Hver lögaðili getur einungis sótt um styrk fyrir eitt verkefni auk fasteignaskatts.
Umsækjendur um styrk skulu hafa lögheimili eða með fasta starfsemi á ársgrundvelli í Fjallabyggð.
Ekki eru veittir styrkir vegna atvinnustarfsemi.

Ekki er gert ráð fyrir að styrkir standi undir rekstrarkostnaði.
Einungis er tekið við rafrænum umsóknum á Mín Fjallabyggð.

Skilafrestur umsókna er til og með 24. október 2019.

Reglur Fjallabyggðar um styrki má nálgast hér.

Gert er ráð fyrir að úthlutun fari fram í janúar 2020.

Fyrirspurnir og nánari upplýsingar veita markaðs- og menningarfulltrúi, Linda Lea Bogadóttir s. 464-9100 og deildarstjóri fræðslu,- frístunda- og menningarmála, Ríkey Sigurbjörnsdóttir, sími: 464-9100 eða gegnum netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is