Fyrir lá erindi frá Icelandic Eider ehf. á 862. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, þar sem óskað er eftir svörum vegna útboðs á dúntekju á Leirutanga á Siglufirði.

Nú þegar eru í gildi samningar vegna dúntekju í Siglufirði á áður skilgreindum dúntekjusvæðum 1-4 og gilda þeir til 11. maí 2025, en samningur við Icelandic Eider ehf. vegna Leirutanga rann út þann 31.12.2024.

Allir samningar eru með ákvæði þess efnis að möguleiki sé á framlengingu til eins árs í senn tvisvar sinnum.

Bæjarráð samþykki á fundi sínum að veita bæjarstjóra heimild til þess að framlengja samningana til 31.12.2025.

Mynd/pixabay