Það er þriðjudagur í dag og það þýðir að Helga og Palli verða með Gestaherbergið opið hlustendum klukkan 17:00 til 19:00 á FM Trölla.

Þáttur dagsins er ekki alveg tilbúinn en það er ekkert nýtt hjá þeim hjónum. Þó er vitað að þau ætla að hringja í Hrafnhildi Víglunds – Hrabbý og spyrja hana út í útgáfutónleikana sem hún mun halda í næstu viku.

Hugsanlega verður spilað lag úr tónlistarhorni Juha… það er þó ekki alveg öruggt enn.

Mögulega verður síminn opinn en það á eftir að koma betur í ljós.

Til þess að komast að þessu öllu er best að hlusta á þáttinn sem verður sendur út í beinni útsendingu úr stúdíói III í Noregi.

Hlustið á Gestaherbergið á FM Trölla, á þriðjudögum kl. 17:00 til 19:00.

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.