Lagt fram erindi Ingibjargar E. Halldórsdóttur f.h. Rauða krossins við Eyjafjörð á 731. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, er varðar ósk um styrk sem nemur kostnaði við stöðuleyfi vegna 20 feta gáms sem nýttur er til að hýsa fatnað sem safnast í fatagáma Rauðakrossins.
Bæjarráð samþykkti að veita Rauða krossinum styrk að fjárhæð kr. 29.500 til að standa straum af kostnaði vegna ofangreinds stöðuleyfis sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2022.
Fjallabyggð styrkir Rauða Kross Eyjafjarðar
