Lagt fram erindi Ingibjargar E. Halldórsdóttur f.h. Rauða krossins við Eyjafjörð á 731. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, er varðar ósk um styrk sem nemur kostnaði við stöðuleyfi vegna 20 feta gáms sem nýttur er til að hýsa fatnað sem safnast í fatagáma Rauðakrossins.
Bæjarráð samþykkti að veita Rauða krossinum styrk að fjárhæð kr. 29.500 til að standa straum af kostnaði vegna ofangreinds stöðuleyfis sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2022.