Fjallabyggð var boðin þátttaka í samstarfs- og þróunarverkefni sem snýr að aðlögun sveitarfélaga að loftslagsbreytingum. Viðfangsefni Fjallabyggðar yrði ágangur sjávar vegna hækkandi yfirborðs sjávar.
Sveitarfélagið Fjallabyggð varð fyrir valinu vegna sérstöðu þess þegar kemur að áskorunum er tengjast hækkandi yfirborði sjávar og mögulegum afleiðingum fyrir íbúabyggð, atvinnuhúsnæði og hafnarmannvirki.
Fjallabyggð er eitt þriggja sveitarfélaga sem boðin er þátttaka í verkefninu út frá svokallaðri þröngri nálgun. Þar er áhersla lögð á aðlögunarþörf og aðgerðir með tilliti til einnar sértækrar afleiðingar loftslagsbreytinga. Nánari upplýsingar um þrönga og víða nálgun er að finna hér að neðan.
Bæjarráð fagnar því að Fjallabyggð hafi verið valin til þátttöku í verkefninu. Arnar Þór Stefánsson bæjarfulltrúi hefur verið tilnefndur fulltrúi sveitarfélagsins og Íris Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi til vara.
Fylgiskjöl:
Mynd/Þórarinn Hannesson