“Sveitarstjórn Runavíkur í Færeyjum og sendikvinna Færeyja á Íslandi, Halla Nolsøe Poulsen, heimsóttu Fjallabyggð sl. miðvikudag. Fjallabyggð tók formlega á móti gestunum í Salthúsinu á Siglufirði”
Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri og Aníta Elefsen safnstjóri Síldarminjasafnsins tóku á móti gestunum á safninu sl. miðvikudag en gestirnir eru í formlegri heimsókn til vinabæjar Runavíkur, Akureyrar.
Á safninu fengu gestir kynningu á starfsemi safnsins og þeim sýnd safnhúsin. Að því loknu bauð Fjallabyggð færeysku gestunum og starfsfólki Síldarminjasafnsins til hádegisverðar í Salthúsinu, nýju varðveisluhúsnæði safnsins. Þar kynnti Sigríður, bæjastjóri Fjallabyggðar þeim fjölbreytt atvinnu- og menningarlíf sveitarfélagsins.
Með gestunum í för var borgarstjóri Rúnavíkur, Tórbjörn Jacobsen og sendikvinna Færeyja á Íslandi, Halla Nolsoe Poulsen.
Á mynd: Sigríður Ingvarsdóttir, Tórbjörn Jacobsen, borgarstjóri Rúnavíkur, Aníta Elefsen og sendikvinna Færeyja á Íslandi, Halla Nolsoe Poulsen.
Mynd/af vefsíðu Fjallabyggðar