Á fundi stjórnar Fjallskiladeildar Hrútfirðinga að austan þann 10. ágúst 2021 var samþykkt að í haust verði fjallskil á svæðinu með eftirfarandi hætti
Fyrsta leit fari fram fimmtudaginn 2. og föstudaginn 3. september og réttað verði að morgni laugardagsins 4. september. Leit skal haga þannig að allt svæðið, þ.e. bæði heiðin og Meladalur verði smöluð á sama tíma.
Kl. 12:00 að morgni fimmtud. 2. september skulu 7 gangnamenn vera ferðafærir við Bláhæð.
Verkefni þeirra verður að smala fremsta hluta heiðarinnar eins langt og tími leyfir.
Eftirtalin bú leggi til gangnamenn: Eyjanes 1. – Reykir II 2. – Akurbrekka 1. – Þóroddsstaðir 1.
– Bálkastaðir I 2.
Að kvöldi fimmtudagsins 2. september skulu vera mættir 20 gangnamenn í Skútaskála. Eftirtalin bú leggi til gangnamenn: Eyjanes 2. – Reykir II 3. – Akurbrekka 3. – Þóroddsstaðir 3. – Brautarholt 1. – Hvalshöfði 1. – Bálkastaðir I 3. – Hrútatunga 2. – Óspaksstaðir 2.
Að morgni föstudagsins 3. september kl. 8.00 skulu vera mættir 5 gangnamenn við Bláhæð. Eftirtalin bú leggi til gangnamenn: Reykir II 2. – Akurbrekka 1. – Þóroddsstaðir 1. – Bálkastaðir I 1.
Fjallkóngur í 1. leit er Þorsteinn á Reykjum.
Réttarstörf hefjast kl. 9.00 laugardaginn 4. september.
Réttarstjóri í Hrútatungurétt verði Guðmundur á Jaðri .
Marklýsing er í höndum Aðalheiðar á Reykjum og Matthildar Hjálmarsdóttur.
Skilamaður í Miðfjarðarrétt verði Ásgeir í Brautarholti.
Akstur á fé úr Miðfjarðarrétt Brautarholtsbúið.
Æskilegt er að leitarmenn séu klæddir litsterkum utanyfirfötum á meðan leit stendur og noti viðeigandi öryggishjálma/búnað. Munið eftir skærlitu vestunum.
Gangnamenn yngri en 16 ára verða ekki teknir gildir sem leitarmenn nema með samþykki Fjallkóngs.
Ákveði fjallskilanefnd að fella niður eitthvað af álagðri fjallskilavinnu munu viðkomandi aðilar ekki fá
hana greidda. Sama gildir ef menn skila ekki þeirri vinnu sem á þá er lögð.
Leitarmenn eru minntir á að leitum er ekki lokið fyrr en allt
safnið er komið inn í safngirðingu!
Önnur leit fari fram laugardaginn 11. september.
Nema veður hamli. Gangnamenn skulu vera ferðafærir kl. 8.30 við Leirhnjúk.
Eftirtalin bú leggi til gangnamenn, alls 15, þar af 3 á Meladal:
Tannstaðabakki 1. – Eyjanes 1. – Reykir II 2. – Akurbrekka 2. – Þóroddsstaðir 1. – Brautarholt 1. – Hvalshöfði 1. – Bálkastaðir I 2. – Hrútatunga 1.
Á Meladal: Reykir II 1. – Þóroddsstaðir 1. – BálkastaðirI 1.
Fjallkóngur í 2. leit verði Þorsteinn á Reykjum.
Akstur á fé frá hliði við Síká í annari leit: Búið á Reykjum II.
Akstur á fé úr Dæld í annari leit: Hrútatungubúið.
Heimalandasmalanir verði tvær. Sú fyrri fari fram laugardaginn 25. september og
skilarétt fari fram sunnudaginn 26. september og hefjist kl. 10.00
Seinni heimalandasmölun fari fram laugardaginn 9. október
og segi menn til fjár er fram kemur þá.
Skilamaður í skilarétt Miðfirðinga verði Gunnar á Þóroddsstöðum.
Akstur á fé úr skilarétt Þóroddstaðabúið
Mat á fjallskilaskyldri vinnu:
Fyrsta leit, mæting á Bláhæð 2. sept. 32.950,-kr
Fyrsta leit, mæting í skála að kvöldi 2.sept. 22.550,-kr
Fyrsta leit, mæting á Bláhæð 3. sept. 19.550,-kr
Önnur leit, smölun á afrétt 19.550,-kr
Önnur leit, smölun á Meladal 15.550,-kr
Fjallkóngur 25% af gangnamati
Réttarstjórn í aðalrétt og skilarétt 16.550,-kr
Marklýsing í aðalrétt og skilarétt 5.750,-kr
Skilamaður Miðfjarðarrétt 13.500,-kr
Akstur á fé úr Miðfjarðarrétt 16.500,-kr pr. ferð
Skilarétt Miðfirði og akstur 9.000,- + 16.500,-kr pr. ferð
Akstur á fé frá hliði við Síká í annari leit 16.500,-kr pr. ferð
Akstur á fé úr Dæld í annari leit 16.500,-kr pr. Ferð
Ef sóttvarnarreglur vegna covid 19 verða með þeim hætti þegar farið skal í göngur að ekki verði hægt að framkvæma þær eins og að framan er lýst verður boðað til almennsfjallskilafundar, með fjallskilastjórn til að aðstoða við gerð nýrrar áætlunar. Komi til þess getur það haft í för með sér breitingar á vinnuframlagi manna í göngum.
Fjallskilastjórn Hrútfirðinga að austan
Guðmundur Ísfeld
Jón Kristján Sæmundsson
Jóhann Böðvarsson