Í nýliðnum ágústmánuði var fjöldi flettingar á vefnum trolli.is 79.106, sem er það mesta hingað til. Í ágúst í fyrra, sem var mjög góður mánuður hjá vefnum, voru flettingar 66.147. Þetta er því um 20% aukning á milli ára. Alls voru 172 fréttir birtar í ágúst 2019.

Vefurinn Trölli.is fór í loftið 1. maí 2018 og hefur því starfað í rúmt ár.

Megináherslur eru fréttir af landsbyggðinni, dægurmál og fróðleikur af ýmsu tagi.