Mjög góð aðsókn var á opnun sýningar Hallgríms Helgasonar, Stríðsfórnarlömb, í Kompunni Alþýðuhúsinu í gær, laugardaginn 3. ágúst. Sýningin verður opin út mánuðinn.

Með sýningunni Stríðsfórnarlömb vill listamaðurinn beina athyglinni frá barnamorðunum sem fylla síma okkar allan sólarhringinn að fólkinu sem ber ábyrgð á þeim og fólkinu sem gæti mögulega stöðvað þau. Athafnaleysi er afstaða.

Á sýningunni eru ný málverk sem öll eru portrett af stjórnmálafólki og þjóðarleiðtogum vorra daga og spanna skalann frá Pútín til Biden. Allt þetta stjórnmálafólk verður dæmt af samstöðu sinni með þjóðarmorðunum tveimur. Allt eru það Stríðsfórnarlömb.

Hallgrímur Helgason sýnir í Kompunni

Það má líka vekja athygli á að tvær aðrar sýningar eru í gangi á Siglufirði um helgina.

Valgerður Sigurðardóttir og Baldvin Einarsson sýna í Söluturninum og Arnar Ásgeirsson í garðinum við Siglunes.

Myndir/aðsendar