Alþjóðlegt átak sem leitt er af Sameinuðu þjóðunum og ber yfirskriftina. Þekktu rauðu ljósin hefst þann 25. nóvember og stendur yfir til 10. desember.

Átakið sameinar hin ýmsu samtök um heim allan og er gert til að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi, litur átaksins er roðagylltur og á hann að tákna bjartari framtíð.

Markmið átaksins er að beina athyglinni að forvörnum og fræðslu og hefur Soroptimista félagið útbúið fræðsluefni um hinar ýmsu myndir ofbeldis og skipt þeim í sex flokka: andlegt, líkamlegt, kynferðislegt, fjárhagslegt og stafrænt ofbelti og svo einnig eltihrellir.

Nú eru starfandi 19 íslenskir Soroptimista klúbbar með um 600 aðilum og hvetja þeir alla til að kynna sér málefnið, fræðast og leggja sitt af mörkum til að stöðva ofbeldi. Þessa 16. daga munu Soroptimistasystur klæðast roðagylltum fatnaði, selja ýmsan varning, birta greinar og fræðsluefni. Og mun roðagyllti liturinn verða áberandi á byggingum víða um land og á sendiráðum Íslands víða um heim.

Byggingar á Norðurlandi vestra láta ekki sitt eftir liggja og verða lýstar upp í roðagylltum litum má þar nefna Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi, Spákonuhof á Skagaströnd, kirkjurnar á Melstað, Blönduósi, Skagaströnd og Hvammstanga.

Einnig munu appelsínugulir fánar verða sýnilegir ásamt veggspjöldum, verður slíkum fána flaggað við Ráðhúsið á Hvammstanga á meðan að á verkefninu stendur. Slagorðið “Þekktu rauðu ljósin – Soroptimistar hafna ofbeldi“ verður einnig að finna á innkaupakörfum matvöruverslana á svæðunum.

Slóð á verkefnið er að finna á https://www.youtube.com/@rauuljosin6412