Á sameiginlegum fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar og hreppsnefndar Akrahrepps, 16. júní sl., var samþykkt að taka tilboði frá RR ráðgjöf í vinnu við ráðgjöf og verkefnisstjórn vegna hugsanlegrar sameiningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps.

Í vinnunni felst m.a. ráðgjöf, gagnaöflun og upplýsingamiðlun vegna könnunar á kostum, göllum og tækifærum sem felast í mögulegri sameiningu.

Niðurstöður greiningarinnar verða nýttar til samráðs við íbúa sveitarfélaganna þannig að sveitarfélögin geti í kjölfarið tekið ákvörðun um hvort þau hyggist ráðast í formlegar sameiningarviðræður.

RR ráðgjöf hefur mikla þekkingu og reynslu af rekstri og stjórnsýslu sveitarfélaga, auk reynslu af verkefnisstjórn, undirbúningi og framkvæmd sameiningar sveitarfélaga.

Skoða á skagafjordur.is