Þátturinn Egg, Beikon og Bakaðar Baunir, sem hefur verið í beinni útsendingu frá Studio 7 á Englandi á föstudögum frá klukkan 8 til 10 hér á FM Trölla, fer nú í smá frí.

Oskar Brown, stjórnandi þáttarins, hefur glatt hlustendur FM Trölla með skemmtilegri tónlist, fréttum utan úr heimi og morgunleikfimi undanfarið, en hann hefur ákveðið að taka sér frí næstu vikur til þess að geta sinnt eiginmanni sínum sem á við veikindi að stríða.

Síðasti þátturinn á þessu ári fer í loftið 25. nóvember og þá mun Oskar spila bæði gömul og ný lög með íslenskum og erlendum flytjendum, kíkja á forsíður dagblaðanna, fara yfir helgarveðrið og svo verður hlustendum boðið að taka þátt í morgunleikfimi.   

Endilega stillið á FM Trölla á föstudaginn 25. nóvember frá klukkan 8 til 10, þið sjáið ekki eftir því.

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á trolli.is, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.