Í tilefni þess að nýir eigendur hafa tekið við rekstrinum á Kaffi Klöru á Ólafsfirði, buðu þeir gestum og gangandi upp á heitt súkkulaði með rjóma og nýbakaðar vöfflur sl. laugardag.

Óhætt er að segja að fjölmenni hafi lagt leið sína á staðinn og notið góðra veitinga þegar veitinga- og gistihúsið var opnað á ný eftir breytingar.  

Af því tilefni færði bæjarstjóri Fjallabyggðar nýjum eigendum blóm og óskaði þeim velfarnaðar á komandi tímum og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

Á veitingastaðnum verður boðið upp á fjölbreyttan matseðil í notalegu umhverfi.

Fjallabyggð óskar eigendum og rekstraraðilum Kaffi Klöru til hamingju með staðinn og óskar þeim góðs gengis í framtíðinni.

Forsíðumynd/ Á myndinni er frá vinstri: Jóna Björg Árnadóttir, Áslaug Inga Barðadóttir, Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri, Sigurbjörg Árnadóttir og Guðmundur Ingi Bjarnason


Heimild og mynd/Fjallabyggð