Sunnudaginn 29. júlí verður sannkölluð fjölskyldustemning í Fljótunum en þá heldur Ferðaþjónustan á Sólgörðum fjölskyldudag. Margt skemmtilegt verður í boði, m.a. stærðar hoppukastali sem börnin fá aldrei nóg af að leika sér í og vekur alltaf mikla lukku.

Einnig gefst tækifæri á að æfa sig í að skjóta af boga og einnig verður boðið upp á bogabolta en hann er blanda af brennibolta og að skjóta af boga. Þar er aldurstakmark 14 ára og kostar 2.000 krónur að taka þátt í honum. Sundlaugin verður opin svo og leikvöllurinn við skólann.

Enginn aðgangseyrir verður innheimtur en hægt að kaupa sér grillaðar pylsur, ís og pizzur.