Það er glettilega einfalt að gera hamborgara og heimagerðir hamborgarar eru svo margfalt betri en keyptir. Það er varla hægt að líkja þeim saman.

 

 

 

BBQ-hamborgarar (ca 10 hamborgarar)

  • 900 g nautahakk
  • 1/2 bolli rifinn cheddar ostur
  • 1/4 bolli barbecue sósa
  • Lawry´s seasoned salt
  • svartur pipar
  • laukduft
  • 10 hamborgarabrauð

 

 

 

Hrærið nautahakki, rifnum cheddar osti, barbecue sósu, salti, pipar og laukdufti saman og mótið hamborgara úr blöndunni. Mér þykir ágætt að vigta nautahakksblönduna áður en ég móta hamborgarana og miða þá við 90 g fyrir krakkana og 120+ g fyrir fullorðna.

Hitið pönnu vel og látið þunnt lag af smjöri á hana. Lækkið hitann í miðlungsháan og steikið hamborgarann í 4-6 mínútur, snúið honum þá við og steikið þar til hann er tilbúinn.

 

 

Sósa

  • 3/4 bolli mæjónes
  • 1/4 bolli tómatsósa
  • 1/4 bolli relish
  • 2 msk worcestershire sósa
  • Lawry´s seasoned salt

Hrærið öllu vel saman og smakkið til. Geymið í kæli þar til sósan er borin fram.

 

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit