Lítið ferðaveður er víða á landinu í dag , í nótt tekur að draga úr vindi..

Útlit er fyr­ir norðaustanátt og 15 til 25 metra á sek­úndu í dag en hvass­ast verður suðaust­an til. Snjó­koma og hríð verður á norðan- og aust­an­verðu land­inu en ann­ars yf­ir­leitt bjart. 

Suðaust­ur af land­inu er djúp lægð sem held­ur að land­inu norðaust­an hvassviðri en storm suðaust­anund­ir Vatna­jökli. Snjó­koma á Norður- og Aust­ur­landi og því hríðarveður þar, einkum til fjalla. Gul­ar viðvar­an­ir eru í gildi fyr­ir allt aust­an­vert landið en yf­ir­leitt bjart sunn­an- og vest­an­lands.

  • Þæfingsfærð og skafrenningur og lítið sem ekkert skyggni er í Húnavatnssýslum. Hálka, hálkublettir og snjóþekja með skafrenning eru víða.
  • Öxnadalsheiði: Vegurinn er lokaður vegna veðurs og verður ekki opnaður í dag.
  • Siglufjarðarvegur: Þæfingsfærð í Almenningum en þungfært á milli Hofsós og Fljóta einnig er mjög slæmt skyggni. Óvissustig er á veginum og gæti hann lokast með stuttum fyrirvara.
  • Þverárfjall: Vegurinn er lokaður vegna veðurs og verður á óvissustigi fram á Mánudagsmorgun.
  • Ljósavatnsskarð :Vegurinn er á óvissustigi og gæti því lokast með stuttum fyrirvara.

Skjáskot/vegagerðin