Í desember auglýsti Fjallabyggð eftir áhugasömum rekstrar- eða þjónustuaðila til að annast rekstur upplýsingamiðstöðvar í sveitarfélaginu næsta sumar, á tímabilinu frá 15. maí til 15. september 2026.
Áhugasömum aðilum gafst kostur á að senda inn stutta greinargerð þar sem fram kæmu hugmyndir um fyrirkomulag rekstursins ásamt tillögum að verðlagningu þjónustu. Frestur til að skila inn greinargerðum var til 20. janúar og bárust alls fjórar umsóknir.
Þeir aðilar sem lýstu yfir áhuga voru Sóti Summits, Evanger sf, Fjallasalir ses, sem rekur Pálshús, og Sanna Nordahl.
Bæjarráð Fjallabyggðar lýsti ánægju með þann áhuga sem verkefnið hefur vakið og felur bæjarstjóra að boða umsækjendur á fund til að afla frekari upplýsinga um áform þeirra.



