Mikil aukning hefur verið á COVID-19 smitum á Kanaríeyjum eins og annarstaðar.

Þrátt fyrir auknar ráðstafanir yfirvalda í sóttvörnum hefur aldri verið meira af smitum á eyjunum.

Athygli vakti þegar smit á landamærum Íslands jukust verulega þegar meðal annars, Íslendingar komu heim eftir jólafríið frá Kanaríeyjum.

Var þá aðallega talað um Tenerife í því sambandi, en í gær voru greind fleiri COVID-19 smit á Gran Canaria en á Tenerife.

í gær voru smittölurnar eftirfarandi:

Gran Canaria 1.203.
Las Palmas 978
SBT enska ströndin og nágrenni 50 ný smit.

Tenerife 886.
Adeje 33.Arona 21.
La Laguna 78
Santa Cruz 512.

Lanzarote/Graciosa 204.

Fuerteventura 174.

La Palma 82.La Gomera 26
El Hierro 9.

Samtals voru 2.584 ný smit á öllum eyjunum í gær.


Heimild/Heilsan á Kanarí