Starfsmannafélag HSN í Fjallabyggð var með flóamarkað við Sjúkrahúsið á Siglufirði í gær. Á boðstólnum voru allskonar munir frá starfsmönnum HSN og gamlir munir sem safnast hafa upp á stofnuninni í gegnum árin, eins og gamalt sjúkrarúm og hægindastólar.

Þangað kom hópur af viðskiptavinum sem gerðu góð kaup og fóru ánægðir heim. Ætla starfsmenn sem stóðu að flóamarkaðnum að nota það sem inn kom til að gera sér glaðan dag á árshátíð starfsmanna og eru ákveðin í að halda annan flóamarkað í haust.

Stóllinn seldur

 

Ánægður viðskiptavinur

 

Allskonar varningur var í boði

 

Þarna voru föt til sölu og hægt að gera góð kaup

 

Ákveðið hefur verið að hafa aftur flóamarkað í haust