Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 30. apríl 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Hrannar- og Bylgjubyggðar 2 skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagið afmarkast af deiliskipulagsmörkum þjóðvegarins í norður og austur. Í vestur eru mörkin dregin við deiliskipulagsmörk íbúðarbyggðar við Flæðar og við gangstétt Bylgjubyggðar í suður.

Tilgangur deiliskipulagsins er að ná óbyggðum svæðum inn í skipulag og skilgreina nýjar lóðir með skilmálum fyrir nýbyggingar. Markmiðið er að halda í heildrænt yfirbragð byggðarinnar á svæðinu þannig að nýbyggingar verði hluti af núverandi heild.

Frestur til að skila inn athugasemdum er frá 8. maí til og með 27. júní 2024. Eingöngu er tekið við athugasemdum og ábendingum á rafrænan hátt í gegnum skipulagsgátt, bein slóð inn á málið er skipulagsgatt.is/issues/2024/401. Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum hjá skipulagsfulltrúa í gegnum netfangið iris@fjallabyggd.is.


Greinargerð 

Skipulagsuppdráttur