Færeyska ferðaskrifstofan Tur mun bjóða upp á ferðir milli Akureyrar og Færeyja á nýjan leik árið 2024. Ferðaskrifstofan skipuleggur skíðaferðir til Akureyrar fyrir Færeyinga tvær helgar í febrúar og gefst Akureyringum því tækifæri að ferðast til Færeyja.

Fyrri ferðin verður 22. til 25. febrúar og seinni ferðin 29. febrúar til 3. mars. Hægt er að bóka á vef Tur með því að smella hér.

Hægt er að panta einungis flugsæti eða flugsæti, hótel og far frá flugvelli að hóteli. Hótelin sem boðið verður upp á eru Hotel Føroyar, Hotel Djurhuus, Hotel Hafnia city center, Hotel Brandan og Hotel Tórshavn.

Flugin út eru á fimmtudegi 22. og 29. febrúar klukkan 10:00 og til baka á sunnudegi 25. febrúar og 3. mars klukkan 18:00. Flugtíminn er rúmlega 1 klukkustund.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Tur www.tur.fo. Þar er einnig hægt að bóka í ferðina.

Flogið er með færeyska flugfélaginu Atlantic Airways með Airbus 320 þotu.

Heimild/kaffid.is