Að gefnu tilefni árétta Neytendasamtökin að þegar flugfélag aflýsir flugi á farþegi rétt á að velja um að fá endurgreiðslu á farmiðanum eða annað flug á áfangastað.

Þó svo að flugi sé aflýst þar sem flugfélag hættir að fljúga á áfangastaðinn, ber flugfélaginu samt sem áður að koma farþega á lokaáfangastað, óski farþegi þess.

Þá ber flugfélagi að upplýsa um öll réttindi farþega þar á meðal um rétt á aðstoð, endurgreiðslu og skaðabætur. Sé flugi aflýst þegar 14 dagar eða minna er til brottfarar áttu líka rétt a bótum.

Frekari upplýsingar og flugbótareiknivél er að finna hér.

Mynd/iStock.com/waynerd