Gestaherbergið verður opnað upp á gátt í dag klukkan 17:00 að íslenskum tíma og verður opið til klukkan 19:00.

Palli og Helga stjórna þættinum eins og venja er og leika hress og skemmtileg lög. Þar á meðal áhættulagið en það lag er valið algjörlega af handahófi og mega þau ekkert vita um lagið sem valið er.
Þau áskilja sér allan rétt til að skrúfa niður í laginu, jafnvel slökkva bara alveg á því ef þeim finnst það ekki skemmtilegt. Nú eða að spila það út í enda ef þeim sýnist svo.

En annars er þemað hjá þeim í dag “hress sumarlög”.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum https://trolli.is/

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is