Útvarpsstöðin FM Trölli og Fiskidagurinn mikli gerðu með sér samstarfssamning sem felur í sér að FM Trölli verður með útsendingar-hljóðver á Dalvík um fiskidagshelgina og mun senda út dagskrá þaðan.
Lögregla og viðbragðsaðilar munu koma á framfæri ábendingum og tilkynningum á FM Trölla eftir því sem tilefni verða til.
Útsendingin frá Dalvík hefst í dag kl. 14:00 og stendur fram á kvöld.
Þáttagerðarfólk FM Trölla yfir Fiskidagshelgina verða: Andri Hrannar ( Undralandið ), Gunnar Smári og Kristín Sigurjóns ( Tíu Dropar ).
Fylgist með FM Trölla um Fiskidagshelgina.
FM Trölli næst á FM 103.7 á Dalvík, Tröllaskaga og í Skagafirði, 102.5 á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim á vefnum trolli.is
Hægt er að hlusta út um allan heim með því að smella á hlusta efst á síðunni eða hér: Hlusta
Minnum sjómenn, húsbílaeigendur og aðra með takmörkuð eða kostnaðarsöm netsambönd á skip.trolli.is sem er með mun lægri bitastraum og reynir því mjög lítið á netsambandið.