Í dag kl. 13:00 – 16:00 fer Andri Hrannar í loftið frá Studiio 2 á Gran Canaria með þáttinn sinn Undralandið. Hann þurfti að gera hlé á þættinum í síðustu viku vegna djöflagangs iðnaðarmanna með loftpressu inni og fyrir utan íbúðina hans, svo allt lék á reiðiskjálfi.

Andri Hrannar tekur við óskalögum á messenger á  fésbókarsíðu og einnig á snappinu. Endilega addið Andra og verið með í beinni frá Kanarí.

Svo kl. 17:00 – 19:00 fer þátturinn Gestaherbergið í loftið frá Studio 3 í Sandefjord í Noregi. Það eru hjónin Helga Hinriksdóttir og Páll Sigurður Björnsson sem bæði eru ættuð frá Húnaþingi vestra sem eru umsjónarmenn þáttarins.

Sjá facebooksíðu Gestaherbergisins, endilega lækið hana og fylgist með gangi mála hjá þeim hjónakornum.

Hjónin Helga Hinriksdóttir og Páll Sigurður Björnsson 


Sem sagt FM Trölli er stútfullur af skemtilegheimum á þriðjudögum sem aldri fyrr.


FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is