Vegna sóttvarnaráðstafana hefur lítið verið opið á Ljóðasetri Íslands að undanförnu og nú er formlegri sumaropnun lokið.
Forstöðumaður Ljóðasetursins, Þórarinn Hannesson hefur þegar hafið störf við kennslu, vonar hann að veiran fari að sleppa tökunum svo hægt verði að vera með skemmtilega viðburði í haust og helgaropnanir.
Þakkar hann öllum þeim sem litu inn í sumar og sérstaklega þeim sem fögnuðu með honum 10 ára afmæli setursins.