Slysavarnadeildin Vörn stóð fyrir minningarathöfn í gær, sunnudaginn 20. nóvember um fórnarlömb umferðarslysa í samstarfi við Björgunarsveitina Stráka ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

Slökkvilið Fjallabyggðar var einn af þeim viðbragðsaðilum sem tóku þátt í að minnast þeirra sem látist hafa í umferðarslysum.

Minningarstund var haldin við minningarsteininn á Ólafsfirði og í kirkjutröppunum á Siglufirði og flutti Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri ávarp á báðum stöðum.

Myndir/Slökkvilið Fjallabyggðar