Alþjóðlega Hour of Code, forritunarvikan verður dagana 4. – 8. desember. Markmiðið með átakinu er að hver og einn nemandi forriti í a.m.k. eina klukkustund. Átakið hefur náð til yfir 140 milljón þátttakenda í yfir 180 löndum. Búið er að skrá Grunnskóla Fjallabyggðar til þátttöku og munu allir nemendur skólans taka þátt. Yngstu nemendurnir fá aðstoð frá þeim eldri og undanfarin ár hefur verið ánægjulegt að sjá þá fallegu samvinnu sem skapast. Við hvetjum foreldra til að skoða kennsluefnið með börnum sínum á vefslóðinni www.code.org. Efnið er skemmtilegt, áhugavert og á íslensku sem gerir efnið aðgengilegra.
Hvers vegna tölvunarfræði?
Öllum nemendum ætti að vera gefið tækifæri til að læra tölvunarfræði. Það hjálpar til að þroska færni í að leysa vandamál, rökvísi og sköpun. Með því að byrja snemma fá nemendur grunn til að ná árangri í störfum 21. aldarinnar. Meiri tölfræði má finna á Code.org.
Hver stendur að baki Klukkustund kóðunar?
Klukkustund kóðunar er skipulögð af Code.org, sem eru almenn óháð samtök sem hafa það að markmiði að auka þátttöku í tölvunarfræði með því að gera hana aðgengilega í fleiri skólum, og að auka þátttöku kvenna og minnihlutahópa. Fordæmalaust samstarf hefur tekist milli aðila hefur tekist til að styðja við Klukkustund kóðunar. Þar má nefna Microsoft, Apple, Amazon, ungmennafélög og skólayfirvöld.
Af vefsíðu Gunnskóla Fjallabyggðar