Lagt er fram erindi Ingibjargar Guðlaugar Jónsdóttur forseta bæjarstjórnar á 707. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar sem haldinn var í fjarfundi.
Í erindinu tilkynnir Ingibjörg um ótímabundið leyfi vegna persónulegra ástæðna, einnig tilkynnir Ingibjörg að Hólmar Hákon Óðinsson, Sóley Anna Pálsdóttir og Rodrigo J. Thomas hafi beðist undan því að taka sæti í bæjarstjórn vegna mikilla anna.
Næst á lista er Guðrún Linda Rafnsdóttir Norðfjörð sem tekur sæti aðalmanns í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að veita Ingibjörgu Guðlaugu Jónsdóttur ótímabundið leyfi frá störfum og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að gefa út kjörbréf fyrir Guðrúnu Lindu Rafnsdóttir.
Í fjarveru Ingibjargar mun Helga Helgadóttir varaforseti bæjarstjórnar gegna embætti forseta.