Það var mikið um dýrðir og góða gesti í afmælisfagnaði Ljóðaseturs Íslands síðustu daga.
Þann 8. júlí sl. voru liðin 10 ár frá opnun Ljóðasetursins og því var blásið til þriggja daga ljóðaveislu.
Tæplega 200 manns heimsóttu setrið þessa þrjá daga, skoðuðu sig um og nutu þess sem listafólkið sem kom fram hafði fram að færa.
Nýja bókarýmið, sem bæjarstjóri Fjallabyggðar vígði á fimmtudaginn, vekur mikla athygli og hvetjum við fólk til að líta inn á næstu dögum og skoða það.
Hægt er að skoða fleiri myndir og dagskrá á facebooksíðu Ljóðaseturs Íslands.
Ljóðaunnendur fögnuðu 10 ára afmæli Ljóðaseturs Íslands