Ljóðaunnendur fögnuðu 10 ára afmæli Ljóðaseturs Íslands á Siglufirði í gær, fimmtudaginn 8. júlí og mættu á viðburð sem haldinn var í tilefni dagsins á Ljóðasetrinu.

Vegleg dagskrá hófst með því að Þórarinn Hannesson fór yfir sögu safnsins og sagði frá starfsemi þess, Edda Björk Jónsdóttir og Hörður Ingi Kristjánsson fluttu nokkur lög. Ragnar Helgi Ólafsson flutti nokkur eigin ljóð og einnig ljóð föður síns Ólafs Ragnarsson (sjónvarpsmanns, bókaútgefenda og Siglfirðings).

Þórarinn Hannesson flutti síðan eigin frumsamið lag við ljóð Ólafs Ragnarssonar. Að því loknu klippti bæjarstjóri Fjallabyggðar Elías Pétursson og ljóðaunnandi á borða og opnaði þar með inn í hið nýja bókarými safnsins sem er upp á tvær hæðir.

Það verður áframhaldandi afmælisdagskrá næstu daga og er dagskráin á þessa leið.

Föstudagur 9. júlí kl. 16.00:
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson flytur eigin ljóð og aldrei að vita nema gítarinn fari á loft líka.

Laugardagur 10. júlí kl. 16.30:
Þórarinn Eldjárn flytur eigin ljóð. Svavar Knútur flytur nokkur lög.

Sunnudagur 11. júlí kl. 16.00:

Þórarinn Hannesson flytur ljóð og lög fyrir börn.

Endilega að líta inn, skoða og njóta.