Frábær þátttaka var í fyrstu myrkurgöngunni í gærkvöldi sem fór fram í skógræktinni í Siglufirði.

Rúmlega 30 manns tóku þátt og upplifðu myrkrið og skóginn undir handleiðslu Kjartans Bollasonar lektors við ferðamáladeildina í Háskólanum á Hólum.

Þátttakendum er þakkað kærlega fyrir komuna og er tilhlökkunarefni að endurtaka leikinn.

Myndir/Daníel Pétur Daníelsson