Á morgun, miðvikudaginn 12. október kl. 19:30 býður Grunnskóli Fjallabyggðar upp á fræðslu og spjall um kvíða og áföll í lífi barna og unglinga.
María Hensley skólasálfræðingur og Jón Baldvin Hannesson frá RKÍ fjalla um málefnið og í framhaldinu verða umræður og spjall yfir kaffibolla. Fræðslan fer fram í skólahúsinu við Tjarnarstíg í Ólafsfirði.
“Við bjóðum foreldra og aðra aðstandendur velkomna.”
Forvarnarteymi Grunnskóla Fjallabyggðar