Eins og sést á meðfylgjandi myndum sem Vilmundur Ægir Eðvarðsson tók í vikunni á sínum daglega göngutúr er mikil framkvæmdargleði á Siglufirði.
Vinna við nýja hverfið á “gamla malarvellinum” gengur vel og var þar fjöldi manns að störfum.
Einnig er verið að gera upp gamla bæjarprýði sem mátti sjá sinn fífil fegri síðustu áratugi, Hólakot og eru það virkilega ánægjuleg tíðindi.
Nýjar lóðir á Siglufirði lausar til umsóknar
Myndir/Vilmundur Ægir Eðvarðsson