Vegna vætutíðar í sumar hefur vinna við byggingu golfskála Siglogolf á Siglufirði tafist, og er verkið komið talsvert fram úr kostnaðaráætlun. Ákveðið var vegna þessa og annarra þátta, að fresta framkvæmdum um sinn og endurmeta stöðu verksins á næstu dögum. Engu að síður er stefnt að því að klára húsið að utan í haust, og ganga svo frá að innan þegar sumarverkum lýkur. Þetta kom fram í samtali við Kristbjörgu Eddu Jóhannsdóttur.

Golfskálinn að innan og verður hann allur hinn glæsilegasti

Golfskálinn er þó opinn fyrir fólk sem stundar golf og Egill ( Skarðsjarl ) Rögnvaldsson er oftast þar þegar vel viðrar og selur veitingar.

Skálinn er hið glæsilegasta hús, og verður mikil og góð aðstaða fyrir golfara o.fl.

 

Fallegt útsýni er til allra átta frá skálanum

 

Golfarar eru mjög ánægðir með nýja golfvöllinn, þykir hann vera í afar góðu ástandi

 

Frétt: Gunnar Smári Helgason
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir