Það styttist óðfluga í að fyrstu lundarnir snúa aftur til Grímseyjar eftir vetrardvöl á hafi úti. Þessir heillandi sjófuglar koma yfirleitt um 10. apríl og dvelja í eyjunni yfir varptímann og fram á sumarið áður en þeir snúa aftur út á sjó um 10. ágúst.

Grímsey er án efa einn af bestu stöðunum á Íslandi til að sjá og ljósmynda lunda – ásamt þúsundum annarra sjófugla sem halda til í Grímsey yfir vorið og sumarið.

Vissir þú að…

  • lundar maka sig fyrir lífstíð og snúa árlega aftur á sama varpstaðinn
  • litskrúðugi goggurinn sést eingöngu á varptímanum – aðra hluta ársins eru þeir furðu látlausir
  • lundar eru frábærir sundfuglar og geta kafað á allt að 60 metra dýpi eftir fæðu