Þann 15. Október kl. 20.00 munu rafnar, Dušana og Framfari halda litríkan fögnuð og listviðburð í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Þar verður boðið upp á heimatilbúinn blöndung af tónverkum, myndlist og videoverkum.

.

Samhliða hljómleikunum opnar ný listasýning í Kompunni með verkum eftir Dušana Pavlovičová. Sýningin er hluti af heildarverkinu VODA sem þau þrjú hafa unnið saman að undanfarin tvö ár. Einnig hafa þau fengið með sér kóra, söngkonur og aðra hljóðfæraleikara til að flytja verkið. Þann 15. verður áhugaverður hópur settur saman fyrir gesti að njóta.

.

VODA verður flutt í heild sinni á tónleikunum ásamt kvikmyndatónlist Framfara úr myndinni Af Jörðu Ertu Kominn sem var frumsýnd fyrr á árinu.

Verið velkomin að eiga með okkur ljúfa kvöldstund. Húsið opnar kl. 20.00 og er tekið við frjálsum framlögum við innganginn.

 

Myndir: aðsendar