Nemendur 7. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar hafa í vetur æft vandaðan upplestur og framkomu, tóku nokkrir þeirra þátt í undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar.
Keppnin var haldin í skólahúsinu við Tjarnarstíg fimmtudaginn 13. apríl síðastliðinn og var foreldrum og öðrum aðstandendum boðið að koma og horfa á.
Tveir fulltrúar bekkjarins voru valdir til þess að taka þátt í lokakeppni í héraði sem fer fram í Hlíðarbæ síðar í mánuðinum en það voru þau Hólmfríður Dögg Magnúsdóttir og Sebastían Amor Óskarsson. Erling Þór Ingvarsson var valinn sem varamaður.
Sjá fleiri myndir: HÉR
Mynd/Grunnskóli Fjallabyggðar – af þeim Sebastían Amor Óskarssyni, Erlingi Þór Ingvarssyni og Hólmfríði Dögg Magnúsdóttur.