Fyrsti fundur vetrarins hjá Fræðafélagi Siglufjarðar verður haldinn laugardaginn 5. nóvember kl. 13 í Síldarminjasafninu, Siglufirði.
Erindi fundarins “Meira salt”, flytur Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir, Hanna Sigga, og er það afrakstur rannsóknarvinnu hennar við Háskólann á Bifröst.
Efnistökin eru sérstaklega áhugaverð og gefa vísbendingu um að lífið á síldarárunum hafi ekki verið eintóm sól og gleði.
Allir eru velkomnir á fundinn og endilega takið með ykkur gesti.
Einnig er vel þegið að þið dreifið póstinum.