Snævar Jón Andrjesson er ungur Siglfirðingur sem nú stundar nám í guðfræði við Háskóla Íslands, mun hann útskrifast sem guðfræðingur í desember. Hann er sonur þeirra hjóna, Jónínu Brynju Gísladóttur og Jóns Andrjesar Hinrikssonar. Snævar hefur starfað um árabil við útfaraþjónustu hjá Útfaraþjónustu Kirkjugarðanna, í dag starfar hann hjá Vídalínskirkju í Garðabæ.
Laugardaginn 14. júlí var hann með sína fyrstu athöfn í Siglufjarðarkirkju er hann gaf saman æskuvin sinn Einar Ingva Andrésson og Heiðrúnu Ingólfsdóttur. Athöfnin var virkilega falleg og skemmtileg.
Trölli.is óskar þeim öllum velfarnaðar í framtíðinni.
Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári Helgason