Á Bliku.is segir að almennt er varað við að fyrsta hálka haustsins geri vart við sig í nótt og fyrramálið. Krapi og slabb strax í kvöld á fjallvegum norðvestan og norðanlands. Jafnvel snjór hærra uppi.
Um er að ræða þjóðveginn frá Borgarafirði norður í land. Um Akureyri og Eyjafjörð og í Mývatnssveit. Eins um Dali, norður á Strandir og vestur í Djúp á Ísafjörð.
Dæmigerð staða fyrir glærahálku. Úrkoma með snúði lægðarinnar í N-átt. Allt rennandi blautt, síðan léttir skyndilega til seint í kvöld, lægir jafnframt og kólnar þar fyrir utan. Ísing myndast allvíða á þessum slóðum og líka á láglendi. Hins vegar ætti Suður- og Suðvesturland að sleppa, en maður er svo sem aldrei rólegar segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur þegar kólnar með þessum hætti þetta snemma haustsins.
Forsíðumyndin sýnir spá IGB af Brunni VÍ. Skýjahulu kl. 3 í nótt. Jaðarinn í austri er greinilegur og í kjölfar hans er spáð að létti alveg til á breiðu belti með þurru og köldu lofti miðað við árstímann. Þá þarf oftast ekki að spyrja að leikslokum.