Hall­fríður Nanna Frank­líns­dótt­ir var bólu­sett gegn COVID-19 í gær á Heil­brigðis­stofn­un Norður­lands á Sigluf­irði. 

Hallfríður Nanna Franklínsdóttir eða Nanna Franklín eins og Siglfirðingar jafnan nefna hana er næstelsti Íslendingurinn en jafnframt elsti íbúi á Norðurlandi.

“Hún kveðst ánægð með bólu­setn­ing­una og starfs­fólk Heil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar seg­ir já­kvætt að ald­urs­for­set­inn hafi ákveðið að láta bólu­setja sig, það setji mik­il­vægt for­dæmi” segir á Mbl.is.

Nanna dvelur nú á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði. Hún fæddist 12. maí 1916 að Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði í Strandasýslu og er því 104 ára.