Fyrsti vetrardagur er í dag, laugardaginn 28. október.

Fyrsti Vetrardagur er fyrsti dagur Gormánaðar fyrsta mánaðar vetrarmisseris Íslenska misseristalsins.

Hann ber ætíð eins og Gormánaðar sjálfur upp á fyrsta laugardag að lokinni síðust viku sumarmisseris þeirrar 26. eða 27. viku sumars sé um Sumarauka að ræða á tímabilinu  21. til 27. október nema í rímspillisárum þá 28. október. Frá 16. öld til þeirrar 19. var hann bundinn við föstudag en því þá breitt yfir á laugardag eins og hann er í dag.

Líkt og Sumardagurinn fyrsti var hann messudagur fram til ársins 1744. Í rímtali Arngríms Jónssonar lærða og Guðbrands Þorlákssonar biskups er Gormánuður kallaður Slátrunarmánuð. Sem þó er líkt og flest mánaðanöfnin í Snorra-Eddu ekki eiginleg nöfn mánaðanna heldur frekar lýsing á hvaða verk voru helst unnin í viðkomandi mánuði eða veðra að vænta. Enda hefst vetrarmisserið að aflokinni sláturtíð og síðasti dagur hennar þann 1. nóvember og sá dagur kallaður Sviðamessa. Oft var haldið sérstaklega upp á sviðamessu með tilheyrandi sviðaáti sem og öðrum þeim mat sem þá var ferskur eftir sláturtíðina og tíðkast sá siður víða enn þann dag í dag þótt ekki fari eins mikið fyrir honum og áður fyrr. Var tilstand á þessum tvennum tímamótum oft slegið saman í eina hátíð með tilheyrandi veislumat.

Rímspillisár þekkist á því að aðfarardagur ársins er laugardagur og næsta ár á eftir er hlaupár (hefur aðfarardagana sunnudag og mánudag). Frá þessari reglu er engin undantekning, en reglan sem Jón Árnason gefur bregst hins vegar einu sinni á hverjum 400 árum. Fyrsta dæmið um það var 1899, en næst gerist það árið 2299. Rímspillirinn raskar dagsetningum gömlu mánaðanna frá miðsumri það ár sem kallað er rímspillisár, fram á hlaupársdag næsta ár. Hann færir fram um viku heyannamánuð, tvímánuð, haustmánuð, gormánuð, ýli, mörsug, þorra og góu. Þessir mánuðir koma þá degi síðar en mögulegt er samkvæmt venjulegum rímreglum.

Árið 2024 er hlaupár. Af því leiðir að fyrsti vetrardagur 2023 er rímspillisár.

Fyrsti vetrardagur á næstu árum er:

  • 2024 – 26. október
  • 2025 – 25. október
  • 2026 – 24. október
  • 2027 – 23. október
  • 2028 – 21. október
  • 2029 – 27. október
  • 2030 – 26. október

Heimildir:
Íslenskt Almanak – Tylli-og Frídagar