Núna um áramótin færðu Gærurnar sem eru með Nytjamarkaðinn Hvammstanga björgunarsveitinni Húnum góða gjöf, en það eru þrjár samanbrjótanlegar sjúkrabörur.

Börurnar verða settar í breytta jeppa Húna.

Björgunarsveitin Húnar færir Gærunum bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf og þann hlýhug og velvilja sem þær hafa sýnt sveitinni en þetta er ekki í fyrsta skipti sem þær hafa fært þeim góðar gjafir.

Forsíðumyndin var tekin í Húnabúð við afhendinguna.

Á myndinni eru f.v. Ævar Marteinsson, Helga Hreiðarsdóttir, Ágúst Þorbjörnsson, Jónína Sigurðardóttir, Kristján Svavar Guðmundsson, Jónína Ragna Sigurbjartsdóttir, Árborg Ragnarsdóttir, Gréta Jósefsdóttir, Dýrunn Hannesdóttir og Freyja Ólafsdóttir.

Heimild og mynd/ Björgunarsveitin Húnar