Á facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að ófært er um Flæður á Gæsavatnaleið vegna vatnavaxta og sandbleytu. Vegkaflinn um Flæður er því áfram LOKAÐUR.

Mikið vatn hefur verið á Flæðum undanfarnar vikur, jafnvel þá daga sem kalt hefur verið í veðri. Vatn rennur mestan part sólarhringsins og hefur orðið mikið og straumhart og myndað djúpa ála og háa bakka á veginum.

Fært er um Gæsavatnaleið ef keyrt er um Gígöldur og þannig sneitt framhjá Flæðum – sjá kort á vefsíðu Vatnajökulsþjóðgarðs: https://www.vatnajokulsthjodgardur.is/.
Gæsavatnaleið um Gígöldur er gróf og seinfarin en hefur verið fær breyttum jeppum og reyndum bílstjórum.

Landverðir Vatnajökulsþjóðgarðs fylgjast með aðstæðum og veita frekari upplýsingar í síma 842-4357 og á staðnum í Drekagili við Öskju.

Stöðuuppfærslur eru á SafeTravel.is, vefsíðum Vatnajökulsþjóðgarðs og Vegagerðarinnar.