Neytendastofu barst erindi Neytendasamtakanna vegna markaðssetningar Bílaumboðsins Öskju á DRIVE WiSE aksturstækni Kia Optima Plug-in Hybrid bifreiða.

Kvörtunin varðaði auglýsingu sem birtist á vefsíðu fyrirtækisins þar sem fram kom að umræddar bifreiðar innihaldi ákveðna tæknieiginleika, s.s. sjálfvirka neyðarhemlun, sjálfvirka bílastæðalögn, akreinavara og hátæknivæddan hraðastilli með aðlögun, án þess að allir þessir eiginleikar hafi verið fáanlegir í umræddri tegund bifreiða frá félaginu.

Komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að umræddar upplýsingar væru líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingin beinist að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið og hafi því verið villandi.

Neytendastofa hefur því bannað Bílaumboðinu Öskju að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti.

Ákvörðun Neytendastofu nr. 28/2019 má lesa í heild sinni hér.

 

Á vefsíðu Öskju má finna meðal annars:

Askja vill hafa innan sinna raða heiðarlegt, vel þjálfað og þjónustulipurt starfsfólk sem ávallt gerir sitt besta fyrir þá sem koma að málum, hvort sem það eru viðskiptavinir, samstarfsfólk eða birgjar.

Gildi Öskju eru: